EINING 5
Skapandi lífsskipulag
Markmið:
- Fá þátttakendur til að átta sig á því hversu fullnægjandi þeirra líf er á hinum ýmsu sviðum (fjölskyldan, vinirnir, vinnan, o.s.frv).
- Hvetja þá til að bæta þeirra vellíðan á þessum sviðum og koma með tillögur að því hvernig hægt er að fara að því.
HÓPVERKEFNI
Verkefni 1 – Lífsins hjól – Mandala
SJÁLFSNÁM
Video – WOOP exercise
Video – Eisenhower Matrix
Video – Productivity tips
HEIMAVINNA
Verkefni 1 – Tími fyrir mig
Verkefni 2 – Hjól lífsins – upprifjun
Hópverkefni
Verkefni 1 – Lífsins hjól – Mandala
Staðlota 2klst.
Netlota 15-20 mínútur.
Efni
Verkefnablöð (aðgengileg á netsvæði NTC), Blað og blýantur, Litir
Markmið: Lífsins hjól (e. wheel of life) er tól sem:
- Gerir þér kleift að skoða hvernig þú skynjar og skilur jafnvægi lífs þíns.
- Veitir þér yfirsýn yfir flokka lífsins t.a.m. sambönd, vini og fjölskyldu, fjármál og heilsu.
Hjálpar okkur að efla sjálfstilvitund, en það er jafnframt sá þáttur sem hjálpar okkur að einblína á rétta hluti til að ná fram fullnægjandi lífi og jafnvægi.
Undirbuningur: Lífsins hjól er alla jafna deilt upp í skífurit þar sem hver skífa er merkt einum þætti lífsins, s.s. starfsferill, heilsa, afþreying, rómantík, andleg viðleitni o.s.frv. Sammiðja hringir eru teiknaðir inn þar sem innsti hringurinn er merktur 1 og sá ysti 10. Verkefnið snýst um að merkja fyrir hvern þátt fyrir sig hversu fullnægjandi hver þáttur er, á skalanum 1-10, þar sem 1 er minnst fullnægjandi og 10 er fullkomlega fullnægjandi. Markmiðið er einfaldlega að sjá hvaða þættir lífsins eru fullnægjandi. Skífan er tól sem gefur heildarmynd.
Lýsing staðlotu
Fyrri hluti (1 klst)
Skref 1: Inngangur (10 mínútur)
Verkefnið hefst á því að ræða við hópinn um jafnvægi ólíkra þátta í lífi þátttakenda. Er erfitt að finna jafnvægi á fjölskylduna, vinnuna og tíma fyrir þig; fjölskyldan-vinnan-ég. Í hvaða þáttum er verið að vinna? (mæðrahlutverkinu, samvinnu, vinnu, vináttu, o.s.frv).
Umræðan heldur áfram og spurningin „hefur þú heyrt um hugtakið lífsstjórnun (e. life management)?“ borin upp.
Þátttakendur eru beðnir um að velta því fyrir sér hvað hugtakið merkir, hvaða þætti einstaklingur þarf að hafa til þess að geta skipulagt líf sitt vel og biðja þátttakendur um að skrifa niður þeirra hugmyndir. Hvetja þátttakendur til að deila sínum skoðunum og hugmyndum með hópnum.
Skilgreining á lífsstjórnun er veitt: „Lífsstjórnun er sá eiginleiki að geta séð um allt sem þú þarft til að lifa frjóu, hamingjusömu og fullnægjandi lífi – mjög skylt tímastjórnun. Lífsstjórnun snýst um að stilla hugann til þess að geta tekist á við stress, hafa stjórn á tilfinningum sínum (Heimild: https://www.tonyrobbins.com/productivity-performance/manage-your-life-not-a-list/)
Skref 2: Verkefnið Hjól lífsins (20 mínútur)
Hjól lífsins er tæki til að aðstoða þátttakendur við að meta hversu ánægðir þeir eru með þætti lífsins, sambönd við vini og fjölskyldu, fjármál og heilsu. Tækið hjálpar við myndum sjálfsvitundar og að setja sér framtíðarmarkmið sem stuðlar að betri lífsstjórnun.
Þátttakendur fá sniðmát af hjóli lífsins og upplýsingar um hvernig skal fylla það út:
· Fyrst er þátttakendum sagt að skilgreina 8 þætti lífsins sem verða notaðir í æfingunni. Hér má koma með tillögur en þeir mega svo breyta þáttunum ef þessir 8 endurspegla ekki meginstoðir þeirra lífs:
- Heilbrigði og sjálfselska
- Mæðrahlutverkið
- Sambúð
- Stuðningur
- Vinnan
- Leikir og afþreying
- Einstaklingsbundinn vöxtur
- Fjármál
- Þátttakendur velja og skrifa niður 8 þætti lífsins, hver á sína línu umhverfis hjólið.
- Næst skal hugsa um hvern þátt fyrir sig.
Hversu fullnægjandi er hver þáttur fyrir sig?
Er eitthvað meira sem þú vilt áorka í þessum þætti?
- Hverjum þætti er gefinn einkunn. Einkunnin skal vera byggð á því hvernig þátttakendum líður á þessari stundu. Miðja hjólsins er 0 og ytri hringur hjólsins er 10 þar sem 1 merkir mjög ófullnægjandi og 10 merkir mjög fullnægjandi.
- MIKILVÆGT: Settu niður fyrstu tölu sem þú hugsar um, ekki þá tölu sem þú telur að það ætti að vera!
- Krónublað er svo teiknað fyrir hvern þátt í þærri stærð sem einkunin gefur til kynna (sjá sýnidæmi).
- Krónublaðið litað, 1 litur fyrir hvern þátt. einnig bakgrunninn.
Step 3: Mat (15 mínútur)
- Er hjól lífsins í jafnvægi?
- Þátttakendur eru beðnir um að skrifa niður mat á hverju svæði fyrir sig; hvers vegna þeir gáfu þá einkunn sem þeir gáfu, eru þeir ánægðir með einkunnina/núverandi ástand?
- Hverju myndu þeir breyta?
- Þátttakendur eru beðnir um að deila niðurstöðum sínum með hópnum.
Step 4: Markmiðasetning (15 minutes)
Niðurstöður hjóls lífsins geta hjálpað við að ákveða hvaða þætti fólk vill bæta. Iðulega, þó ekki alltaf, eru þetta þeir þættir sem fá lægstu einkunn.
SMART tækni við markmiðasetningu er kynnt: SMART stendur fyrir sértækt (e. specific), mælanlegt (e. measurable), framkvæmanlegt (e. achievable), viðeigandi (e. relevant) og tímarammi (e. time-bound). Skilgreining þessara takmarka og hvernig þau tengjast markmiðum þátttakenda hjálpar við að halda markmiðunum svo að unnt sé að ná þeim innan ákveðins tímaramma. Þessi nálgun eyðir almennum sannindum og óvissu, setur tímalínu og auðveldar eftirfylgni, sem og staðfestingu á þeim áföngum sem ekki hafa náðst.
Þátttakendur eru beðnir um að skrifa niður sín markmið sem tengjast þeim þáttum sem eru í hjóli lífsins með því að nota markmiðasetningu SMART.
ANNAR HLUTI (1 klst)
Step 1: Verkefni í tímastjórnun (30 mínútur)
Þátttakendur eru nú beðnir um að skoða aftur hjól lífsins sem þeir gerðu í skrefi 2, verkefni 1. Er hjólið í ójafnvægi vegna tímaskorts ákveðinna þátta lífsins?
Þátttakendum er boðið að hugsa um sitt daglega líf og skrifa niður sína daglegu stundaskrá.
Nú eru þátttakendur aftur beðnir um að skrifa niður stundaskrá ásamt þeim hlutum sem þeir myndu vilja geta gert en líður eins og þeir hafi ekki tíma fyrir (t.d. líkamsrækt, tími fyrir þá sjálfa, kaffi með vinum, lesa, fara eitthvert með maka, o.s.frv.). Þetta skulu vera raunhæf markmið með tilliti til vinnu og daglegra verka.
Þátttakendur eru beðnir um að bera saman stundaskrárnar:
- Er eitthvað sem hægt er að gera til að bæta inn þeim þáttum sem þeir hafa ekki tíma fyrir?
- Er hægt að forgangsraða verkefnum dagsins, skipta þeim á milli sín og maka, sleppa einhverjum verkefnum o.s.frv.
Allt snýst þetta um tímastjórnun. Tímastjórnun er sú samhæfing verkefna til að hámarka hagkvæmni einstaklings.
Þátttakendur eru beðnir um að fylla út sniðmát fyrir tímastjórnun og deila niðurstöðum með hópnum.
Skref 2: Sjá fyrir sér Mandala Hjól lífsins (30 mínútur).
Þátttakendum er bent á að þeirra hjól lífs sem þeir bjuggu til í skrefi 2, verkefni 1, líkist mandala en þó í flestum tilfellum er hjólið ekki samhverft eins og mandölur eru jafnan. Mandala er tákn alheimsins í draumaheimi. Í þessum hluta verkefnisins eru þátttakendur beðnir um að sjá fyrir sér sitt fullkomna hjól lífsins (þ.e. það hjól sem veitir mestu fullnægingu og bestu einkunn) og búa til slíkt Mandölu hjól lífsins. Til að byrja með nota þátttakendur dæmið sem var gefið að leiðarljósi. Svo er formum bætt við til að búa til mandölu. Einnig má mála mandölu á striga, viðarplötu, kaffibolla o.þ.h. Ef þeim líður ekki vel með að teikna sína eigin mandölu má lita inn í sýnidæmið.
Að búa til mandölu krefst þolinmæði, tíma, og getur verið frábær leið til að aftengja sig og fá smá tíma fyrir sig og sínar hugsanir. Sá verknaður að búa til mandölu getur verið álitin meðferð til að minnka kvíða og stress.
Lýsing netlotu
Verkefnið og blöðin sem eru notuð eru sett þannig upp að verkefnið ætti að geta verið unnið líkt og í staðlotu.
Sjálfsnám
Video – WOOP æfing fyrir markmiðasetningu
Video – Eisenhower Matrix fyrir tímastjórnun
Video – Punktar fyrir aukna afkastagetu
Heimavinna
Eftirfarandi æfingar má gera sem heimavinnu og beita efninu bæði í verkefnunum sem og í daglegu lífi.
VERKEFNI 1 – Tími fyrir mig
Markmið: Hvetja þátttakendur til að nýta sér tímastjórnunartækni skipulagningar.
VERKEFNI 2 – Hjól lífsins – upprifjun
Markmið: Meta hversu ánægðir þátttakendur eru með hina ýmsu þætti lífsins, Bera saman niðurstöður upprifjunarinnar við fyrstu niðurstöður sem voru í fyrsta tímanum um lífsins hjól, Setja sér ný markmið.