Okkar niðurstöður

Í gegnum verkefnið vinna samstarfsaðilar að því að skapa eftirfarandi niðurstöður:

Þarfagreining

Þarfagreining um stöðu ungra mæðra í samstarfslöndunum og kynning á hagaðilum og samtökum hvernig skapandi starf getur nýst sem tæki til valdeflingar og tengslamyndunar á milli mæðra. Þarfagreiningin inniheldur upplýsingar um núverandi stöðu ungra mæðra í hverju samstarfslandi og hverskonar stuðning þær fá. Hún inniheldur einnig greiningu á þörfum þeirra og áhyggjum til að tryggja að þróað verði viðeigandi námsskrá og námsefni.

Þjálfunaráætlun

Námskrá, þjálfunaráætlun og opið menntaefni með áherslu á hugmyndir um að nota skapanid starf sem valeflingartæki fyrir ungar mæður í samstarfslöndum. Námsefnið mun ná til bæði til valdeflingar og fræðslu auk þess sem það er aðgengilegt á heimasíðu verkefnisins bæði til sjálfsnáms og fyrir samfélagshópa og fræðsluaðila til að nýta á vinnustofum í framtíðinni. Tilraunaþjálfun var framkvæmd með ungum mæðrum á aldrinum 18 til 30 ára, í öllum samstarfslöndunum að frátöldu Litháen.

SAMFÉLAGSVETTVANGAR OG HÓPAR

Sjá yfirlit yfir samfélagsvettvanga og hópa fyrir ungar mæður á Íslandi á heimasíðu Einurðar. Allar almennar upplýsingar um þarfagreiningu og námsefni má finna á heimasíðu verkefnisins. Jafnframt var stofnaður vettvangur á Facebook fyrir ungar mæður sem tóku þátt í tilraunakennslu á verkefninu þar sem finna má fréttir og upplýsingar tengdar heimanámi og æfingum ef sótt er um aðild.