Okkar niðurstöður

Í gegnum verkefnið vinna samstarfsaðilar að því að skapa eftirfarandi niðurstöður:

Þarfagreining

Þarfagreining og tengslanetaskýrsla, sem eykur vitund um málefni og einangrun ungra mæðra í öllum samstarfslöndunum, ásamt því að kynna hagsmunaaðilum og öðrum samtökum hvernig list getur nýst sem tæki til valdeflingar og við byggingu tengsla á milli mæðra. Þarfagreiningin mun innihalda upplýsingar um núverandi stöðu ungra mæðra í hverju samstarfslandi og hverskonar stuðning þær fá. Hún mun einnig innihalda greiningu á þörfum þeirra og áhyggjum til að tryggja að þróað verði viðeigandi námsskrá og námsefni.

Þjálfunaráætlun

Námskrá, þjálfunaráætlun og opið fræðsluefni, með áherslu á hugmyndir um að nota list sem valeflingartæki fyrir ungar mæður í samstarfslöndum og til að auka starfshæfni þeirra. Námsefnið mun ná til bæði persónulegrar þjálfunar og kennsluefnis auk þess sem það mun verða aðlagað að rafrænum vettvangi til noktun í framtíðinni. Þjálfunin verður framkvæmd með ungum mæðrum á aldrinum 18 til 30 ára, í öllum samstarfslöndunum að frátöldu Litháen.

Samfélagsvettvangarnir og hóparnir

Samfélags- og þjálfunarvettvangur fyrir ungar mæður, einn fyirr hvert samstarfsland. Ungar mæður hafa samskipti og geta haft samband hver við aðra, auk þess að finna almennilegar upplýsingar um verkefnið, verkefnisfréttir, stuðningstengla og upplýsingar um algengar áskoranir og hindrandir í lífi þeirra og öll myndbönd og þjálfunarefni verða á samfélagsvettvanginum. Vettvangurinn verður á öllum tungumálum verkefnisins og settur upp á notendavænan og grípandi hátt.