Need to Connect verkefnið…
Markmið Need to Connect (NTC) verkefnisins er að berjast gegn einmannaleika, styrkja og tengja ungar mæður, á aldrinum 18-30 ára, með listþjálfun og byggja upp sjálfbæran vettvang í öllum samstarfslöndum. Samstarfsaðilar verkefnisins koma frá Íslandi, Slóveníu, Ítalíu, Búlgaríu, Hollandi, Spáni og Litháen. Í verkefninu verður lögð áhersla á að gefa ungum mæðrum tækifæri og getu til að hafa áhrif og hjálpa öðrum mæðrum í svipuðum aðstæðum. Heildarmarkmið er að vekja athygli á málefnum meðal ungra mæðra í Evrópu, þróa námskrá og þjálfunaráætlun sem hægt er að nota sem tæki til valeflingar og tengsla allra hagsmunaaðila og byggja upp sjálfbær samfélög ungra mæðra.
Niðurstöðurnar okkar
Skýrsla um þarfagreiningu og tengslavinnu
Skýrsla um núverandi aðstæður ungra mæðra um alla Evrópu og til að vekja athygli á þörfum þeirra og áhyggjum.
Þjálfunarprógram
Námskráin mun fókusa á að nota list sem valeflingartæki fyrir ungar mæður, og mun innihalda efni sem er frá auglits til auglits sem og þjálfunarefni á netinu.
Samfélög í samstarfslöndunum
Samfélög í samstarfslöndunum gera ungum mæðrum kleift að hafa samskipti og styðja hver aðra og nýta verkefnavettvanginn saman til valdeflingar og sem úrræði fyrir ungar mæður.
Finndu okkur á netinu