EINING 4
Hugsað um barn þitt
Markmið:
- Veita og nýta hagnýt uppeldisráð.
- Auka umræður og jafningjastuðning.
- Auka gagnrýna upplýsingaöflun.
- Stuðla að sjálfsumönnun og samúð.
- Ýta undir sköpunargáfu og samskipti innan hópsins.
Hópverkefni
Verkefni 1 – Halda barninu þínu á lífi
Verkefni 2 – Skemmtun og leikur með barninu þínu
Verkefni 3 – Sjálfsumönnun og samúð
Sjálfsnám
Vitsmunaþroski barna (PDF)
Heimavinna
Verkefni 1 – Skyndihjálp fyrir barnið þitt
Verkefni 2 – Vitsmunaþroski og leikur
Hópverkefni
Verkefni 1 – Halda barninu þínu á lífi
Stað- og netlota 30-40 mínútur.
Efni
Sticky notes til að skrifa niður fullyrðingarnar og annað hvort dots eða pent til að kjósa. Zoom, Teams eða annað svipað fyrir hópspjall og svo Miro board fyrir vinnu á fullyrðingum og kosningu á þeim.
Markmið:
- Opnar umræður og reynslusögur
- Áreiðanlegar heimildir um næringu barna
- Áreiðanlegar heimildir um heilsu móður og barns
- Sjálfsbjargarviðleitni mæðra í krefjandi hlutverki
Undirbuningur: Áður en verkefnið byrjar skal áminna hópinn um hvar er hægt að finna efnið og impra á mikilvægi þess að lesa efnið.
Lýsing staðlotu
Stutt kynning á markmiðum einingarinnar, námsefnið og heimildir og undirstrika að þetta verkefni sé unnið í trúnaði og að innan hópsins ríki traust til að ræða hlutina.
Skipta niður í 3-4 manna hópa og ræða eftirfarandi spurningu (20 mínútur):
- Hver er mikilvægasti þáttur þess að halda barni þínu á lífi?
Þátttakendur búa til lista yfir þrjá helstu hluti fyrir bestu niðurstöðu. Æfingin á að vera skemmtileg og fyndin, það eru engin röng svör eða fullyrðingar. Þátttakendur geta skipst á að skrifa eða tilnefnt einn ritara sem skrifar fyrir hópinn.
Niðurstöðurnar eru svo birtar og ræddar innan hópsins.
Hópurinn kýs svo um 10 bestu fullyrðingar um nauðsynlega þætti í að hugsa um barn á fyrsta ári lífs þess.
Lýsing netlotu
Netlota er mjög svipuð staðlotu. Fyrir hópverkefnin eru herbergi á zoom eða þ.u.l. Einnig er hægt að nota Miro board fyrir vinnu á fullyrðingum og kosningu á bestu fullyrðingunum.
Verkefni 2 – Skemmtun og leikur með barninu þínu
Stað- og netlota 30-40 mínútur.
Efni
Ekkert efni nauðsynlegt fyrir þetta verkefni. Dæmi um leiki má finna í glærum um eininguna.
Markmið:
- Veita og nýta hagnýt uppeldisráð
- Auka umræður og jafningjastuðning
- Auka sköpunargáfu og skemmtun
Undirbuningur: Í flestum tilfellum mæta mæður með barni sínu í verkefnið þar sem æfingin er ætluð móður og barni í skemmtun og leik.
Lýsing staðlotu
Skipta þátttakendum í 3-4 manna hópa og ræða eftirfarandi spurningu (20 mínútur):
- Hvernig getum við virkjað barnið okkar á fyrstu tveimur árunum, leikir og skemmtun, hvernig við tengjumst öðrum o.s.frv.
Stinga upp á 1-3 hlutum sem eru skemmtilegir og hvetjandi fyrir þátttakendur og börn þeirra (lag, leikir, o.fl.). Þátttakendur geta skipst á að koma með hugmyndir um sjálfsumönnun eða tilnefnt ritara fyrir hópinn.
Koma með sýnidæmi fyrir hópinn um það sem stungið er upp á.
Lýsing netlotu
Þetta verkefni er örlítið flóknara á netinu en mæðurnar geta átt samskipti í gegnum Zoom eða slíkt. Kosturinn við netlotu er að það er hægt að taka upp tímann (ef þátttakendur leyfa) til að nota sem sýnikennslu.
Verkefni 3 – Sjálfsumönnun
Lengd stað- og netlotu 30-40 mínútur.
Efni
Ekkert efni nauðsynlegt annað en blað og blýantur eða tölva ef þátttakendur vilja heldur nota tölvu.
Markmið:
- Efla jákvæðni og sjálfsgetu
- Deila reynslusögum og gera æfingar í sjálfsumönnun
- Sýna sjálfum sér samúð (e. self-compassion)
Undirbuningur: Lesa yfir það efni sem er aðgengilegt um málefnið og heimavinnuverkefni
Lýsing staðlotu
Vísað er í efni og æfingar sem er aðgengilegt á netinu og opna umræðu um sjálfsumönnun og samúð; merkingu hugtakanna sjálfsumönnun og samúð; og marmkið verkefnisins.
Skipta mæðrunum upp í 3-4 manna hópa og ræða eftirfarandi spurningu (20 mínútur):
· Hvernig getum við fundið tíma fyrir sjálfsumönnun með ungt barn eða stóra fjölskyldu?
Nefna 1-3 æfingar í sjálfsumönnun og hvernig á að finna tíma til að gera þær. Lýsa æfingunni og lausninni (á því að finna tíma og pláss fyrir hana). Þátttakendur geta skipst á að skrifa upp hugmyndir fyrir sjálfsumönnun eða tilnefnt ritara fyrir hópinn.
Koma með sýnidæmi fyrir hópinn um það sem stungið er upp á. (20 mínútur)
Leiðbeinandi safnar saman æfingum.
Lýsing netlotu
Verkefnið er mjög líkt á netinu með hjálpa Zoom eða slíkra forrita. Leiðbeinandi getur spurt hópinn hvort megi taka tímann upp.
Sjálfsnám
PDF – Vitsmunaþroski barna
Further Reading – Næring ungbarna / Skyndihjálparapp / Brum – upphaf lífs / Móðurmáttur
Heimavinna
Eftirfarandi æfingar má gera sem heimavinnu og beita efninu bæði í verkefnunum sem og í daglegu lífi.
VERKEFNI 1 – Skyndihjálp fyrir barnið þitt
Markmið: Þekkja aðferðafræði skyndihjálpar fyrir börn, Efla sjálfstraust í umönnun barnsins þíns, Efla jákvæðni og hagnýta nálgun
VERKEFNI 2 – Vitsmunaþroski og leikur
Markmið: Efla gamansemi og hamingju, Prófa nýja hluti, Efla sjálfstraust í foreldrahlutverkinu.