EINING 3
Sjálfsþroski
Aukin meðvitund um reynslu og auðkenni þátttakenda sem konur og mæður með hjálp hreyfingar, líkamlegrar skynjunar og samskiptum við aðra.
HÓPVERKEFNI
Verkefni 1 – Hvaða móðir?
Verkefni 2 – Tjáðu þig!
Verkefni 3 – Það ert þú!
SJÁLFSNÁM
Spotify Playlist 1 – Fae Duende
Spotify Playlist 2 – Party Songs
Spotify Playlist 3 – Nature Sounds
HEIMAVINNA
Verkefni 1 – Þetta er ég
Verkefni 2 – Ein klukkustund fyrir þig
Hópverkefni
VERKEFNI 1 – Hvaða móðir?
45 mínútur
Efni
Myndir, límband, Jamboard eða þ.u.l. (fyrir netlotu).
Markmið: Þátttakendur velti upp hvernig hægt er að skilja mæðrahlutverkið á ólíka vegu í mismunandi samfélögum og að vera meðvitaðir um hvort þeir séu undir áhrifum ákveðinna hugmynda.
Undirbuningur: Áður en þátttakendur mæta skal hengja upp ólíkar myndir á veggina sem sýna mæður í hinum ýmsu menningarheimum og mismunandi félagslegu samhengi.
Lýsing staðlotu
Þátttakendum er boðið að ganga um herbergið og skoða myndirnar sem búið er að hengja upp. Þeir geta svo valið eina mynd (má vera hvaða mynd sem er; mynd sem þeir tengja við eða einfaldlega vegna forvitni).
Hver þátttakandi er beðinn um að deila því hvers vegna hann valdi sína mynd og hvetja til umræðu meðal hópsins.
- Sem dæmi er hægt að spyrja:
Hvers vegna valdirðu þessa mynd?
Er eitthvað ákveðið sem höfðaði til þín?
Hvers vegna telurðu að sumar myndir hafi meiri áhrif á þig en aðrar?
Eru þær á einhvern hátt skyldar þínu lífi sem móðir?
Í lok eru þátttakendur spurðir út úr til að hjálpa þeim að átta sig á því hvort þeir aðhyllist ákveðið mæðrahlutverk. Þátttakendum er boðið upp á möguleikann að deila þeirra sjónarmiði á mæðrahlutverkinu
Lýsing netlotu
Leiðbeinandi skal undirbúa myndir sem sýna mæður í hinum ýmsu menningarheimum og mismunandi félagslegu samhengi. Myndunum er svo öllum deilt með mæðrunum sem taka þátt í lotunni
Leiðbeinandi býður þátttakendum að velja sér eina mynd og deila því hvers vegna hann valdi þá mynd
Í lok eru þátttakendur spurðir út úr til að hjálpa þeim að átta sig á því hvort þeir aðhyllist ákveðið mæðrahlutverk. Þátttakendum er einnig upp á möguleikann að deila þeirra sjónarmiði á mæðrahlutverkinu.
VERKEFNI 2 – Tjáðu þig!
30 mínútur
Efni
Ekkert efni er nauðsynlegt. Hægt er að hafa tónlist í bakgrunni til að styðja við líkamlega tjáningu og hreyfingu.
Markmið: Styðja þátttakendur í því ferli að gerast meðvitaðri um þeirra styrkleika og þær áskoranir sem þeir standa frammi fyrir sem mæður og konur.
Undirbuningur: Gæta þess að hafa tómt herbergi þar sem þátttakendur geta hreyft sig.
Lýsing staðlotu
Þátttakendum er boðið að standa saman í hring og kynna sig með hreyfingu, merki eða slíku.
Þegar allir hafa kynnt sig skal bjóða hverjum þátttakenda að stíga fram og búa til annað merki eða hreyfingu sem táknar styrkleika sem móðir.
Að lokum er öllu þátttakendum boðið að stíga fram og búa til merki eða hreyfingu sem táknar þá erfiðleika og áskoranir sem fylgja mæðrahlutverkinu.
Lýsing netlotu
Leiðbeiningar fyrir netlotu eru þær sömu og í staðlotu en leiðbeinandi þarf að gæta þess að:
- hver þátttakandi hafi eitthvað pláss til að hreyfa sig svo hægt sé að gera merki eða hreyfingu með öllum líkamanum.
- hver þáttakandi sé sýnilegur á skjánum.
VERKEFNI 3 – Það ert þú!
45 mínútur
Efni
Ekkert efni er nauðsynlegt – hægt er að hafa tónlist í bakgrunni til að styðja við líkamlega tjáningu og hreyfingu.
Markmið:
- Aðstoða þátttakendur að átta sig á því að það er engin ein fullkomin leið til að vera móðir.
- Finna leiðir til að leysa erfið verkefni og krefjandi aðstæður.
Undirbuningur: Gæta þess að hafa tómt herbergi þar sem þátttakendur geta hreyft sig.
Lýsing staðlotu
Búa til litla hópa þar sem hver hópur velur merki eða hreyfingar sem komu fram í síðasta verkefni – setja það saman líkt og dansrútínu.
Hver hópur sýnir hinum hópunum svo sína rútínu.
Hvetja til umræðu um ferlið og niðurstöðurnar, hverju þátttakendur deildu um kosti þess og erfiðleika við að tjá tilfinningar með líkamanum.
Lýsing netlotu
Ef verið er að nota kerfi eins og Zoom skal skipta hópunum upp í herbergi og svo getur leiðbeinandi fylgt sömu leiðbeiningum og í staðlotu.
Sjálfsnám
Spotify Playlist – Fae Duende / Party Songs / Nature Sounds
Heimavinna
Eftirfarandi æfingar má gera sem heimavinnu og beita efninu bæði í verkefnunum sem og í daglegu lífi.
VERKEFNI 1 – Þetta er ég
Markmið: Styðja þátttakendur við uppgötvun á eigin sjálfi
VERKEFNI 2 – Ein klukkustund fyrir þig
Markmið: Hvetja þátttakendur til að venja sig á að tileinka sjálfum sér og sinni vellíðan klukkutíma í hverri viku.