EINING 1

Stuðningur og mat

Markmið:

  • Koma á tengslamyndun meðal ungra mæðra.
  • Hjálpa ungum mæðrum við að takast á við tilfinningar, áhugamál og mismunandi þekkingu.
  • Taka eftir breytingum í tengslamyndun, vera meðvitaður um flókið gangverk listaumhverfis og þau ólíku hlutverk lífsin utan móðurhlutverksins.
  • Hjálp við að takast á við breytingar og nýjar aðstæður, sem eru oft þrungnar tilfinningum.
Hópverkefni

Verkefni 1 – Hraðtengslamyndun.
Verkefni 2 – Hver værir þú?
Verkefni 3 – Teiknaðu það

Sjálfsnám

Tengsl, samskiptahæfileikar, móðurhlutverkið (PPT)

Heimavinna

Verkefni 1 – Tilfinning og tónlist.
Verkefni 2 – Gerði ég það?
Verkefni 3 – Lestur og samúð

Hópverkefni

Verkefni 1 – Hraðtengslamyndun

Staðlota: 45-60 min

Netlota: 45-60 min

Efni

Vinnublað NETMOMING (eyðublað á vefsvæði NTC).

Blað og blýantur, tafla og pennar, eða flettitafla (í staðlotu).

Markmið:

  • Hraðtengslamyndun
  • Hámarkun fjölda nýrra tenginga sem þátttakendum tekst að mynda á skömmum tíma.
    Draga úr óþægindum við að hitta ókunnugt fólk og hjálpa þátttakendum að kynnast og finna eitthvað sameiginlegt.

Undirbúningur: Verkefnið samanstendur af tveimur meginhlutum og miðast við 10-20 þátttakendur. Þátttakendum er skipt í tvo hópa til að auðvelda ferlið.

Spurningalista er dreift til þátttakanda. Hér eru hugmyndir að spurningum á listanum og leiðbeinandi getur svo lagað spurningar að sínum hóp:

  1. Hvað heitir þú?
  2. Hvað ert þú gömul?
  3. Hvaðan ert þú?
  4. Hversu mörg börn átt þú?
  5. Hve gömul varst þú þegar þú áttir fyrsta barnið?
  6. Ert þú hamingjusöm?
  7. Hverjir eru draumar þínir?
  8. Hvað óttast þú mest?
  9. Hvers saknar þú mest?
  10. Í hverju ert þú góð?
Lýsing staðlotu

Hluti 1

Hópnum er skipt í tvennt; hóp A og hóp B. Leiðbeinandi setur niður stóla fyrir hópana andspænis hver öðrum (jafn margir stólar báðum megin). Hópur A sest öðrum megin og hópur B hinum megin. Hópur A situr kyrr en hópur B færir sig um eitt sæti á 5 mínútna fresti þangað til í hópi A hafa setið andspænis öllum í hópi B.

Hægt að endurtaka leikinn eftir því hversu margir þátttakendur eru.

Hluti  2

Mæðurnar afhenda leiðbeinanda svörin sem tekur þau saman. Hann og skrifar niðurstöðurnar á töflu, nafnlaust, og skapar umræðu um hversu mikið þær eiga sameiginlegt.

Lýsing netlotu

Hluti 1

Leiðbeinandi sendir hlekk fyrir fundinn til allra þátttakanda netlotunnar.

Leiðbeinandi verður búinn að skipta þátttakendum í tvo hópa sem kemur fram á listanum sem allir fá sendann.

Leiðbeinandi verður búinn að setja saman lista yfir hvaða þátttakendur ræði saman. Dæmi: Í fyrstu lotu ræða Anna, María, Eva og Fríða saman.

Þátttakendur vinna saman í tveggja manna hópum, t.d. í gegnum Teams eða Zoom. Þátttakendur ræða saman tveir og tveir í 5 mínútur og þá skipta þeir um félaga sem leiðbeinandi skipuleggur.

Þátttakendur fá lista með spurningum til að fylgja eftir til að kynnast hver öðrum. Hvert samtal milli tveggja einstaklinga varir í 5 mínútur og þá færir annar einstaklingurinn sig til næsta einstaklings og þannig koll af kolli þar til allir innan hóps A og hóps B hafa tengst.

Hægt að endurtaka leikinn eftir hversu margir þátttakendur eru.

Hluti 2

Allar mæðurnar senda svör til kennara fer yfir svörin og ræðir með öllum hópnum.

Verkefni 2 – Hver værir þú?

Staðlota: 30 mínútur

Netlota: 30 mínútur

Efni

Vinnublað (eyðublað til á vefsvæði NTC)

Blað og blýantur, tafla og pennar, eða flettitafla (í staðlotu)

Markmið:

  • Hjálpa þátttakendum að ræða um sig sjálfa og uppgötva óskir sínar.
  • Tengslamyndun þátttakenda
  • Framkalla jákvæða endurgjöf hópsins.

Undirbúningur: Þátttakendur svara eftirfarandi spurningum:

  1. Ef þú værir lag, hvaða lag værir þú og hvers vegna?
  2. Ef þú værir kvikmynd, hvaða kvikmynd værir þú og hvers vegna?
  3. Ef þú værir bók, hvaða bók myndir þú vera og hvers vegna?
  4. Ef þú værir þáttaröð, hvaða þáttaröð værir þú og hvers vegna?

Þegar því er lokið svara þátttakendur sömu spurningum um hina í hópnum. Dæmi: Ef ég ætti að segja þér hvaða mynd þú ert myndi ég segja Tangled vegna þess að þú minnir á Rapunzel.

Auðvitað þarf allt að vera á jákvæðum nótum.

Þessar umræður hjálpa hópnum til að kynnast betur og að fá jákvæða endurgjöf og athugasemdir.

Lýsing staðlotu

Þátttakendur sitja í hring á meðan leiðbeinandinn skrifar öll svörin á töflu. Hann mun einnig skrifa jákvæða hluti sem hópurinn hefur að segja um hina.

Að lokinni skráningu, verður til listi yfir kvikmyndir, lög, þáttaraðir og bækur sem allir geta litið til sem leið til að kynnast hver öðrum og persónuleika hvers annars.

Lýsing netlotu

Sama aðferð og í staðlotu, nema kennari mun taka saman niðurstöður í skjal og senda til þátttakenda.

Verkefni 3 – Teiknaðu það

Staðlota: 30-45 mínútur

Netlota: 30-45 mínútur

Efni

Blað og blýantur

Markmið:

  • Efla og hvetja mæður um eigin fullvissu og annarra.
  • Fá skýrari og jákvæðari sýn á sig sjálfan í gegnum teikningu.

Undirbúningur: Eftir verkefnin á undan hafa þátttakendur fengið að kynnast örlítið.

Leiðbeinandi velur einn þátttakanda til að teikna sjálfsmynd og skrifa niður tvennt sem honum líkar við sig og tvo þætti sem honum líkar ekki við sig. 

Á meðan hann teiknar þá teiknar hópurinn hann og skrifar niður tvo jákvæða þætti um hann.

Þegar þátttakandinn hefur lokið við að teikna sig og segja frá skal hópurinn sýna honum teikningar þeirra og segja frá jákvæðu athugasemdunum.

Verkefninu lýkur þegar allir þátttakendur hafa tekið þátt í að teikna sig sjálfa og skrifa athugasemdir.

Lýsing staðlotu

Þátttakendur sitja saman í hring. Að verkefninu loknu munu þeir eiga allar myndir sem voru teiknaðar af sér og hópnum öllum.

Lýsing netlotu

Á fjarfundi mun leiðbeinandi fá þátttakendur til að birta teikningar sínar í gegnum myndavél. Í lok fundar eru tekin afrit af myndunum og sent til þátttakendanna.

Sjálfsnám

Tengsl, samskiptahæfileikar, móðurhlutverkið (PPT)

Heimavinna

Eftirfarandi æfingar má gera sem heimavinnu og beita efninu bæði í verkefnunum sem og í daglegu lífi.

Verkefni 1 – Tilfinning og tónlist

Markmið: Gera sér grein fyrir eigin tilfinningum og viðhorfum; hvernig heimurinn og daglegar athafnir hafa áhrif á líðan okkar, Læra að sætta sig við og takast á við tilfinningar sínar, bæði jákvæðar og neikvæðar.

Verkefni 2 – Gerði ég það?

Markmið: Komast út úr þægindaramma hvað félagslega færni varðar og sjá hvernig þátttakendur bregðast við og tengjast umheiminum.

Verkefni 3 – Lestur og samúð

Markmið: Kynnast þeirri einangrun sem þátttakendur geta fundið fyrir en frá öðru sjónarhorni.