Samstarfsaðilar NTC-verkefnisins hafa hannað námskrá  og opið menntaefni sem verður innan skamms aðgengileg öllum sem hafa áhuga.

Í vinnunni var notað ákveðið virðishönnunarferli „Value Proposition Design“ (VPD) frá Strategyzer. Samstarfsaðilar komu saman í Sofíu og fylgdum VPD ferlinu með því að bera kennsl á:

  • „sársauki“ – Hver eru 3 helstu vandamálin sem mæður glíma við og við ættum að ávarpa?
  • „ávinningur“ – Hvaða þrjá þætti/ávinning vilja mæðurnar öðlast með þátttöku í þjálfuninni?
  • og „hlutverk“ – Hver eru 3 helstu markmið/hlutverk ungra mæðra sem við ættum að hafa í huga og/eða ávarpa?

Í vinnunni var byggt á niðurstöðum þarfagreiningar (samantekt á stöðu ungra mæðra, viðtölum og spurningakönnun) sem var fyrsta skrefi verkefnisins.

Næsta skref var að þróa aðferðir sem gætu: „minnkað vandamálin“, „skapað ávinning“ og í framhaldi hanna og skilgreina afurðir verkefnisins– námskránna og tengdar æfingar. Niðurstaðan var námskrá sem byggir á eftirfarandi 5 námsþáttum:

Stuðningur og þakklæti. Helstu viðfangsefni: tengslanet, tengsl, tenging, skapa samfélag, þróa félagslega færni.

Frá einhyrningi til umburðarlyndis. Helstu viðfangsefni: gagnrýnin hugsun, kynjahlutverk, væntingar samfélagsins og staðalímyndir tengdar móðurhlutverkinu.

Trú á eigin getu (sjálfstiltrú). Helstu viðfangsefni: sjálfsmynd, dagbókarfærslur, sjálfsvitund,  andlegar og líkamlegar þarfir, hlutverk móður, mikilvægi þess að hlúa að sjálfum sér.

Að sjá um barnið þitt. Helstu viðfangsefni: fyrsta hjálp, þekking og vitsmunaþroski barna.

Skapandi stjórn á eigin lífi. Helstu viðfangsefni: lausnamiðuð hugsun, skapandi fikt og tilraunir (creative tinkering), hugsa út fyrir kassann og tímastjórnun.

Námskráin verður tilraunakennd í samstarfslöndunum. Ef þú ert að vinna með ungum mæðrum, eða ert sjálf ung móðir á Íslandi og hefur áhuga á að taka þátt, hafðu samband við okkur í netfangið: stefania@einurd.is.

Þú getur fylgst með fréttum um verkefnið og næstu skref á NTC (Need to connect) heimasíðunni.

Categories:

Tags:

Comments are closed