Hópur foreldra ungra barna safnaðist í ágúst og september saman í Ráðhúsinu til að kalla eftir efndum og aðferðum í leikskólamálum fyrir börn frá 1 árs aldri.  Núverandi meirihluti lofaði í kosningabaráttunni síðasta vor að öll börnum frá og með 1 árs aldri yrði tryggt leikskólapláss, loforð sem ekki hefur verið staðið við. Í Reykjavík eru nú 700 börn eins árs og eldri sem bíða af eftir plássi á leikskóla.    

Á Íslandi er fæðingarorlof 12 mánuðir og eftir það er mjög erfitt að finna pláss á leikskólum eða hjá dagmömmum, þetta hefur leitt til þess að sumir foreldrar eiga erfitt með að snúa aftur til vinnu að loknu fæðingarorlofi og eiga jafnvel á hættu að missa vinnuna ef þeir gera það ekki. 

Hópurinn hefur safnast saman í Ráðhúsinu nokkrum sinnum og kom fyrst saman þegar borgarráð kom saman eftir sumarfrí þann 11 ágúst.  Borgarráð brást við beiðni þeirra með því að setja fram áætlunina Brúum bilið um umbætur 18 ágúst sem verið er að vinna eftir en foreldrar og börn hafa fylgt málum eftir og komu síðast saman í september. Framtak foreldranna er gott dæmi um að lýðræði og virkni borgaranna getur borið árangur.  

Heimildir: 

Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir. (18.08.2022).  Foreldrar og börn bíða aðgerða í leikskólamálum. Vísir. https://www.visir.is/g/20222299256d/mynda-veisla-for-eldrar-og-born-bida-ad-gerda-i-leik-skola-malum

Erla María Davíðsdóttir. (06.09.2022). Mættu með börnin og kröfðust svara: „Við þurfum festu og hraða“. Fréttablaðið. (https://www.frettabladid.is/frettir/maettu-med-bornin-og-krofdust-svara-vid-thurfum-festu-og-hrada/

Categories:

Tags:

Comments are closed